Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Persónuleg uppbygging

Dæmisaga um varkáran mann

Oft er nauðsynlegt að taka smá áhættu. Alla vega ekki lifa endalaust í örygginu. Öryggið getur svo sem verið voða þægilegt, en það gefur okkur bara ekki mikið. Það gefur okkur hvorki lífsreynslu né þær tekjur sem við myndum vilja hafa né þann lífsstíl sem við myndum vilja lifa.

Auðvitað má ekki endalaust kasta allri varúð út í veður og vind, en oft er nauðsynlegt að stíga aðeins út úr þessum þægindahring sem margir hafa mótað í kringum sig. Gera eitthvað sem lætur mann finna fyrir lífinu.

Af þessu tilefni hendi ég hér inn smá dæmisögu í hálfbundnu máli. Þessi dæmisaga er eftir Denis nokkurn Waitley, doktor í sálfræði, en hann er mikill snillingur sem getur veitt manni gríðarlegan innblástur. Enda hefði hann ekki verið motivational coach eða hugarfarsþjálfari fyrir bandarísku Ólympíufarana til fjölda ára nema eitthvað væri í hann spunnið.

Alla vega, hér er dæmisagan. Ég klambraði henni yfir á íslensku fyrir þá sem eru ekki það sleipir í enskunni.

A parable of a cautious man

There was a very cautious man who rarely laughed or cried
He never won, he never lost, he never really tried
Then one day he passed away his insurance was denied
They claimed because he never lived he never really died

Dæmisaga um varkáran mann

Eitt sinn varkár maður var sem sjaldan hló eða grét
Tók aldrei séns, misst’aldrei neitt, sér ekkert eftirlét
Einn dag hann gaf upp öndina, en bætur enginn sá
Þeir sögðu fyrst hann lifð’aldrei, hann gæt’ei fallið frá

Svo á Denis Waitley líka þessa frábæru setningu: Risk taking is security making! Sem sagt, ef maður vill alvöru öryggi, t.d. fjárhagslegt, þá er nauðsynlegt að taka smá áhættu.

Kv.
Æ(Ó?)var-kár...


Höfundur

Ævar Þórólfsson
Ævar Þórólfsson
Nokkuð venjulegur maður sem reynir að vaxa og batna með hverjum degi...

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband