Leita í fréttum mbl.is

Misskiljist eftir eigin geðþótta

Mér dettur alltaf foreldrar mínir í hug þegar ég les fréttir um að hófsöm neysla á hinu og þessu geri manni gott.

Fyrir nokkru síðan tókst mér loks að koma því inn hjá þeim að olía væri mun hollari en gamla góða smjerið.

Viti menn. Nú þegar þarf að nota fitu við t.d. steikingar og aðra eldamennsku hjá þeim þá er sko notuð olía. Og MIKIÐ af henni. Meira magn en var kannski nokkurn tímann notað af smjerinu.

Olían er svo holl, þú skilur!

KvÆ.


mbl.is Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Þetta er góður púnktur.  Fita er alltaf 900 kcal / 100 grömm.

Líka  "Extra Virgin Organic Olive Oil" frá hamingjusömum bændum.

Kári Harðarson, 9.1.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Zaraþústra

Nei, þetta er eiginlega hræðilegur punktur Kári.   Orkuinnihald fæðu er ekki vísbending  um hollustu hans nema sem hlutfall af næringarinnihaldi.  Fitur eru efnaflokkur og þó orkuinnihald þeirra sé svipað er fita misjöfn.  Fitur eru sumar lífsnauðsynlegar en af mörgum toga.  Jurtaolía er þess vegna holl en það er ekki sniðugt að steikja upp úr henni því við það myndast transfitur (sem eru ekki í hrárri jurtaolíu), þá er í raun betra að nota smjör (þar sem transfitur eru af náttúrnnar hendi).  Best væri raunar að kaupa sér alvöru tefflon pönnu og steikja upp úr vatni enda fitan eiginlega ekki notuð á pönnu nema til að koma í veg fyrir að maturinn festist við hana.  Ef mönnum þykir bragðið gott er betra að setja olíuna út á matinn eftir á, hrá er jurtaolían bráðholl!  Smjör er það reyndar líka og engin ástæða til að forðast það.

Hófleg áfengisneysla er skilgreint fyrirbrigði, það er miðað við þrjá áfengislausa daga í viku og þrjá drykki á dag annars (sem samsvarar þremur 33 cl bjórum) fyrir karlmenn.

Zaraþústra, 9.1.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Ævar Þórólfsson

Ég geri mér alveg grein fyrir nauðsyn fitusýra og að fita er bráðnauðsynlegur hluti í okkar fæðuvali. Ég var heldur ekki að segja að olía væri óholl.

Aðalpunkturinn var að sumir eru þannig innstilltir að þegar bent er á að hitt og þetta sé gott í hófi (sem reyndar allur matur er, skilgreiningin á óhófi er einmitt sú að þá er komið OF mikið af hinu góðu, spurningin er bara alltaf hvað hófið er mikið magn) þá gleymist oft "í hófi" hlutinn. Þá er staðreyndin um hollustuna lesinn og túlkuð þannig að fyrst þetta er hollt þá má borða helling af því. Einu "aukaáhrif" óhóflegrar olíuneyslu eru hins vegar offita, svo best sem ég veit (en svo hefur offitan aftur á móti önnur og verri áhrif á heilsuna, sem væntanlega gerir þá óhóflega neyslu á hvers kyns olíum óholla, ekki satt?).

Kannski hefði ég átt að nota broskalla meira, enda þessi færsla meira til gamans en fróðleiks 

Annars þakka ég athugasemdirnar, alltaf gaman að heyra frá fólki sem er líka í heilsu-/næringarhugleiðingum.

Ævar Þórólfsson, 9.1.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ævar Þórólfsson
Ævar Þórólfsson
Nokkuð venjulegur maður sem reynir að vaxa og batna með hverjum degi...

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband