Leita í fréttum mbl.is

Hvenær borgar þú tollinn?

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt og skemmtilegt. Var nú að hlusta á mann að nafni Zig Ziglar. Frábær punktur sem hann kom með varðandi hreyfingu og hugarfar.

Margir hugsa þannig að hreyfing er ákveðinn tollur sem þarf að borga til að öðlast betri heilsu (á ensku er talað um að pay the price, svo þið áttið ykkur á hvað ég er að fara með þessum tolli). Þetta er kolrangur hugsunarháttur.

Tollinn borgar maður fyrst ef maður hreyfir sig ekki. Þá kemur tollur í formi heilsuleysis, veikinda, offitu, minna sjálfsáliti og öllum þeim pakka.

Hreyfing er því ekki kvöð. Hreyfing er bara eitthvað sem þú gerir til að njóta afraksturs af. Þá færðu betri heilsu, minni veikindi, meira sjálfsálit o.s.frv.

Hreyfum okkur því reglulega og nærum okkur vel svo við sleppum við að borga tollinn.

Tollstjórinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ævar Þórólfsson
Ævar Þórólfsson
Nokkuð venjulegur maður sem reynir að vaxa og batna með hverjum degi...

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband