9.1.2008 | 13:26
Rangur núllpunktur?
Flestar fréttir af rannsóknum af þessu tagi innihalda skilaboð á við "ef þú gerir hitt eða þetta getur þú lengt líf þitt". Ég hef í nokkurn tíma velt því fyrir mér hvar menn setja þennan núllpunkt sem miðað er við, það er, miðað við hvaða áætlaða árafjölda getur maður bætt við öllum þessum árum?
Í flestum tilfellum virðist núllpunkturinn vera worst case scenario, þ.e. ef maður gerði allt á rangan veg miðað við þau atriði sem voru rannsökuð. Í þessu tilfelli var talað um tölurnar 60 ára og 74 ára, sem sagt sextugur maður sem lifði óheilbrigðum lífsstíl væri jafn líklegur til að deyja og 74 ára maður sem lifði heilbrigðum lífsstíl. Greinilegt er að þarna er óheilbrigði lífsstíllinn núllpunkturinn eða normið sem þú getur svo bætt við (alla vega miðað við fyrirsögn og innihald fréttar, hef svo sem ekki lesið rannsóknina sjálfa).
En eru þetta ekki röng skilaboð? Það er gert ráð fyrir að normið sé óheilbrigði lífsstíllinn (sem er þó kannski raunin) og ef maður bara nennti að breyta smotteríi þá gæti maður bætt einhverjum árum við.
Þrátt fyrir að sumir þræti fyrir það þá er það staðreynd að síendurtekin skilaboð breyta hugarfari. Gætu því síendurtekin skilaboð um að óheilbrigði sé normið verið að skaða ástandið varðandi offitu-/heilsuleysisfaraldurinn? Ég efast samt ekki um að tilgangurinn sé góður og upplýsingunum ætlað að fræða fólk og benda því á áhrif óheilbrigðs lífstíls.
Ég hugsa þetta á hinn háttinn, þ.e. ég veit að ég á möguleika á að verða fjörgamall, svona að öllu óbreyttu, en ef ég dett inn í óheilbrigðan lífsstíl þá sé ég að minnka lífslíkurnar. Reyndar væri erfitt að koma slíkum skilaboðum skikkanlega til skila. "Borðaðu franskar í dag og taktu tvo daga af" ekki beint uppörvandi skilaboð, en kannski áhrifaríkari. Sívaxandi tölur um offitu, veikindi og kostnað við heilbrigðiskerfi benda alla vega til þess að hin skilaboðin eru litlu að skila.
KvÆ.
14 árum lengra líf með heilbrigðum lífsstíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilsa | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Er það skemmtilegt tímabil árin milli 80 til 94?
Júlíus Valsson, 9.1.2008 kl. 13:51
Færslan snérist reyndar ekki um það, en eníhú...
Ég hef reyndar ekki persónulega reynslu af þessu tímabili en tel að tvennt hafi áhrif á hversu skemmtilegt tímabilið milli 80 og 94 ára verði:
Annars vegar heilsufarið, sem er hægt að stjórna að stórum hluta með skynsömu líferni, þó auðvitað geti alltaf eitthvað komið uppá.
Hins vegar er það hugarfarið. Ef maður vill að yfirstandandi tímabil sé skemmtilegt þá verður það það, óháð aldri og ástandi.
En reyndar er ég sammála þér í því að ef líkamsástandið er í tómu tjóni og að það eina sem haldi manni á lífi þessi ár eru framfarir í læknavísindum sem leyfa manni að tóra, þá verður þetta tímabil seint eftirminnilega skemmtilegt.
Annars stefni ég á að vera enn heilsuhraustur og þrælhress á þessum aldri, svo ég hlakka jafnvel til!
Ævar Þórólfsson, 9.1.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.