Leita í fréttum mbl.is

Meira D-vítamín

Þessar blessuðu flensuveirur eru útum allt, svo sem engin nýmæli að þær þrífist á peningaseðlum, nema það kannski hvað þær lifa lengi á peningaseðlum.

Hins vegar er magnað með Ísland að hér geisa að jafnaði hvað mestu flensu- og kveffaraldrar sem fyrirfinnast í heiminum. Það hvíslaði að mér doktor í næringarfræði að hluti ástæðunnar kann að vera fundinn.

Þannig er að nýjustu rannsóknir gefa það í sífellt meira mæli til kynna að D vítamín eigi hvað stærstan þátt í forvörnum fyrir svona pestum. Vitað er að við Íslendingar eigum erfiðara en margar aðrar þjóðir að fá nóg D vítamín vegna sólarleysis (þegar sólin skín á húðina framleiðis D vítamín). Þá sýndi rannsókn Lýðheilsustöðvar frá árinu 2002 fram á að Íslendingar fá að jafnaði of lítið D vítamín úr fæðunni, til að mynda var meðalneysla ungra kvenna einungis einn fimmti af ráðlögðum dagskammti og meðalneysla ungra karla einungis um einn þriðji af ráðlögðum dagskammti.

Sem sagt, meira D vítamín og losnum við þessar leiðindapestir. Það gerði ég alla vega.

Þó skal þess getið að D vítamín er eitt af þeim vítamínum sem er ekki vatnsleysanlegt og því þarf að gæta þess að fá ekki of mikið af því. Ég hef reyndar ekki heyrt af neinum sem var lagður inn á spítala vegna of stórs skammts af D vítamíni svo ég hef nú litlar áhyggjurWink


mbl.is Flensuveirur þrífast dögum saman á peningaseðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ævar Þórólfsson
Ævar Þórólfsson
Nokkuð venjulegur maður sem reynir að vaxa og batna með hverjum degi...

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband